top of page

OUR TEAM

Mark Wesley Johnson

​​

 BS physical education frá Coastal
  Carolina University

Level 2 ketilbjöllu kennararéttindi frá Agatsu

Ýmis námskeið og fyrirlestrar tengt þjálfun

Hefur starfað sem styrktarþjálfari íþróttafólks frá því 2006 og þjálfað fjölda afreksíþróttafólks í styrktar- og hraðaþjálfun í ýmsum hópíþróttagreinum, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Var afreksíþróttamaður til margra ára. Var ofarlega stangarstökki í Bandaríkjunum og eftir að hafa flutt til Íslands og fengið ríkisborgararétt keppti hann fyrir landslið Íslands

​Síðan Mark hætti keppni sjálfur hefur hann þjálfað stangarstökkvara á Íslandi

Hefur tekið að sér fjölda íþróttafólks og almennings í endurhæfingu sem er að koma aftur eftir meiðsli og eru á milli þess að vera í sjúkraþjálfun og að komast á fullt skrið

 

Áður en Mark fluttist til Íslands var hann búinn að þjálfa íþróttafólk í high school, college og afreksíþróttum. Vann einnig sem einkaþjálfari fyrir almenning og hjálpaði fólki að styrkja sig og bæta lífstlíl

Tekur einnig að sér kennslu á brimbretti (SurfinginIceland)


 

Mark leggur mjög mikið uppúr því að allir þeir sem koma til hans beiti sér rétt í öllum æfingum og er farið mjög vel í tækni og grunnatriði áður en lengra er haldið
 

Áhugamál: 

  • Íþróttir, heilsa, útivera og þá sérstaklega brimbretti og skotveiðar.

Kristín Birna Ólafsdóttir

MSc í íþróttavísindum og þjálfun frá
 Háskólanum í Reykjavík

BA í Sálfræði frá San Diego State University


Level 2 ketilbjöllukennararéttindi frá Agatsu

​Ýmis námáskeið og fyrirlestrar tengt þjálfun



​Hefur starfað sem einkaþjálfari, styrktarþjálfari og íþróttaþjalfari síðan 2008 ýmist í aukavinnu eða sem aðalvinnu

 

Kristín er stundakennari hjá Keili og Háskólanum í Reykjavík. Hún kennir tilvonandi styrktarþjálfurum um sprengikrafts- og hraðaþjálfun hjá Keili og frjálsíþróttir og viðburðarstjórnun hjá Háskólanum í Reykjavík

 

Var afreksíþróttakona til margra ára. Keppti með landsliði Íslands í yfir 10 ár með góðum árangri og æfði og keppti með háskóla í Bandaríkjunum (San Diego State University) 

Var yfirþjálfari Frjalsíþróttadeildar ÍR í 2 ár

 

Hefur tekið að sér fjölda íþróttafólks í hraða- og styrktarþjáflun bæði hérlendis og í Bandaríkíjunum

Þjálfar almenning með heilsusamlegan lífstíl til lengri tíma að leiðarljósi

Auk þess að hafa unnið með íþróttafólki og almenningi starfaði Kristín sem íþróttafræðingur á Geðdeild LSH í 4 ár en hún birti vísindagrein um áhrif hreyfingar á þunglyndi og kvíða eftir Meistaranámið.

Kristín leggur mjög mikið uppúr því að allir þeir sem koma til hennar beiti sér rétt í öllum æfingum og er farið mjög vel í tækni og grunnatriði áður en lengra er haldið

Áhugamál

  • Íþróttir, heilsa, útivera og heilsusamleg matreiðsla

bottom of page