top of page

Testamonial's

Sindri Snævar:

 

Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Mark ásamt kærustunni minni í September 2012. Áður en ég byrjaði hjá Mark hafði verið sundmaður til margra ára en eftir að hafa hætt var lítil löngun til að byrja æfa eitthvað aftur. Ég reyndi ad fara í ræktina sjálfur en gekk erfiðlega að koma því í rútínu. Einnig hafði ég átt í vandræðum með hnén á mér og fannst mér mikilvægt að finna þjálfara sem gat aðstoðað mig í að styrkja þau. Með hjálp Mark tókst mér að styrkja hnén og var meira að segja farinn að hlaupa. Mark tókst að skafa vel af mér og koma mér í svipað líkamlegt form og ég var í þegar ég var enn að synda. Mark er ekki bara leiðbeinandi í ræktinni heldur er hann líka að gefa ráð varðandi mataræðið og andlegu hliðina.

Fyrir mér var mikilvægt að finna þjálfara sem var mjög hvetjandi og ýtinn en um leið vissi hvenær það var tími til að stoppa. Æfingarnar voru mjög fjölbreytilegar og skemmtilegar en á sama tíma gátu þær líka verið skelfilega erfiðar. Við náðum mjög vel saman sem að mínu mati var mikilvægur þáttur í hversu vel mér gekk og hversu auðvelt það var að breyta lífstílnum. Þegar ég kem aftur til landsins mun ég hiklaust reyna að komast að hjá honum aftur.

Mark fær hiklaust allra bestu meðmæli frá mér!

 

Anna:

 

Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Mark í september 2012. Ég var búin að reyna mæta sjálf í tækjasalinn í ræktinni en fannst ég ekki ná neinum árangri þar og fannst það í rauninni ekki nógu skemmtilegt né hvetjandi. Ég valdi að fara í einkaþjálfun hjá Mark vegna þess að hann er menntaður í faginu og er sjálfur íþróttamaður sem fyrir mér er mjög mikilvægt. Ég sóttist eftir því að fá alhliða þjálfun. Vildi léttast, fá betra líkamslögun og styrkjst en á sama tíma að byggja upp þol. Æfingarnar voru margar hverjar mjög erfiðar en alltaf skemmtilegar og fjölbreyttar. Ég hlakkaði alltaf til að mæta í tíma! Hann lagði mikið upp úr því að gera allar æfingar rétt og vel. Mark vissi alltaf hversu langt var hægt að ganga með erfiðar og þungar æfingar.

Hann hjápaði mér einnig mikið með andlegu hliðina í þjálfuninni og veitti frábær ráð í sambandi við matarræði. Mark er frábær þjálfari og karakter. Það er hægt að treysta honum 100% og hefur hann mikinn metnað í að ná settum markmiðum þeirra sem eru í þjálfun hjá honum.

Að fara í einkaþjálfun hjá Mark er besta fjárfesting sem ég hef gert. Ég er mjög ánægð með þann árangur sem ég náði með honum. Ég lærði svo ótrúlega mikið um þjálfun, matarræði og hugarfar og saman byggðum við upp grunn sem ég bý svo vel að eftir að ég þurfti að fara æfa sjálfstætt. Hefði ég ekki flutt erlendis væri ég klárlega enþá í þjálfun hjá honum. Mark fær mín allra bestu meðmæli!

​

Skráðu þig hér til að fá frían 30 mínútna prufutíma

bottom of page